Header Paragraph

Gefa út handbók um sumarskólakennslu

Image

Handbók um sumarskólakennslu og kennsluaðferðir hefur verið gefin út á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í tengslum við Erasmus-verkefnið Gender and Philosophy. Efnt var til fjögurra sumarskóla á vegum verkefnisins  þar sem kenndar voru nýjar aðferðir náms og kennslu í heimspeki sem byggja á uppgötvunum femínískrar heimspeki. Verkefnið hefur verið starfrækt síðan 2015 og er unnið í samstarfi Háskóla Íslands og háskólanna í Osló, Álaborg og Jyväskylä. Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiddi verkefnið og Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, var verkefnastjóri þess. Erika Ruonakoski skrifaði handbókina sem nú hefur verið gefin út á netinu og er öllum aðgengileg.

Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál árin 2014-2020. Á því tímabili verða veittir 14,7 milljarðar evra í styrki á þessu sviði.

Sjá einnig nánari upplýsingar um verkefnið á vef Gender and Philosophy.

Image