Header Paragraph

Heimspeki Eugene Gendlin

Image

Heimspekistofnun Háskóla Íslands er meðal skipuleggjenda þings um heimspeki Eugene Gendlin sem haldið verður á netinu 28. september til 1. október. Aðrir skipuleggjendur eru dePaul-háskólinn í Chicago, Kansai-háskóli í Osaka og Háskólinn í Koblenz, Þýskalandi.

Eugene Gendlin (1926-2017) sem var prófessor við Chicago-háskóla rannsakaði og starfaði á mótum heimspeki og sálafræði. Sálfræðirannsóknir hans og focusing-aðferðir hans eru þekktar innan sálfræði, en heimspeki hans er minna þekkt. Við ofannefnda háskóla eru stundaðar rannsóknir á heimspeki Gendlins og á aðferðafræði heimspekikennslu sem hann þróaði og kallaði „Thinking at the Edge“. Heimspekingar við HÍ og LHÍ hafa leitt alþjóðlegt rannsóknarverkefni um heimspeki Gendlins og rekið þjálfunarprógramm í aðferðum hans sem hefur verið styrkt af Erasmus+ og hlaut nýverið styrk til áframhalds þessa verkefnis.

Á málþinginu verður sjónum beint að erindi heimspeki Gendlins við greinar utan sálarfræði, en heimspeki hans byggist einkum á pragmatisma, túlkunarfræði og fyrirbærafræði.

Hér eru upplýsingar um dagskrá málþingsins og hvernig unnt er að skrá sig inn á þingið:

https://focusing.org/resources/gendlin-symposium-2023-schedule

Fræðimenna og nemendur við HÍ geta fengið afslátt af skráningargjaldinu.

50%  afsláttur fyrir fræðimenn – setja inn þenan kóða við skrásetningu: univfaculty
95% afsláttur fyrir stúdenta – setja inn þennan kóða þegar skrásett er univstudent