Snýr efnishyggjan aftur?

Málþingið Snýr efnishyggjan aftur? haldið föstudaginn 13. apríl á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við alþjóðlega COST-samstarfsnetið, sjá http://newmaterialism.eu/

Symposium: The return of materialism(s)?Matter between science, theory and art

Lögberg L101

Programme:

13.00: What is new materialism? ­– Iris van der Tuin and Felicity Colman

13.15: You must carry me now – Bryndís Snæbjörnsdóttir

13.45: Luhmann’s Autopoietic System ­– Jan Overwijk

14.15: Coffee break

14.30: Embodied Critical Thinking – Sigríður Þorgeirsdóttir and Björn Þorsteinsson

15.00: Panel and Q&A

The symposium is held in English and is free of admission// Málþingið fer fram á ensku og er ókeypis inn.

Á síðustu árum hefur svokölluð ný-efnishyggja verið að ryðja sér rúms á ólíkum fræða- og vísindasviðum auk þess sem þessir hugmyndastraumar hafa átt miklu brautargengi að fagna innan ólíkra listgreina. Í megindráttum er lögð áhersla á „anda“ efnisins í ný-efnishyggju: margvísleg tengsl og gerendavirkni eiga sér stað á milli efnaboða, vistkerfa, plantna og dýra. Að eigna manneskjum alla slíka virkni er mannhverf hugsun og afleiðingar hennar eru að koma fram um þessar mundir í þeim ótal umhverfishættum sem steðja nú að plánetunni. Til þess að bregðast við þessari ógn þurfum við hugarfars-byltingu. Í gegnum skapandi og þverfaglegar aðferðir þurfa því að spretta upp ný sjónarhorn sem varpa ljósi á þau ótal mynstur, tengsl, orsakir og samskipti sem finna má í efnisheiminnum.

Málþingið hefst með því að Iris van der Tuin og Felicity Colman kynna samstarfsnetið New Materialism – ‘How matter comes to matter’ . Listakonan Bryndís Snæbjörnsdóttir heldur því næst erindi um listverkefni sitt og Marks Wilson, You must carry me now, sem skoðar samspil ólíkra vistkerfa og félagskerfa í kringum Miklagljúfursþjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Að því búnu mun heimspekingurinn Jan Overwijk kynna hugmyndir heimspekingsins Niklas Luhmann um félagsleg kerfi og hvernig þessar hugmyndir geta nýst ný-efnishyggju. Þá kynna Sigríður Þorgeirsdóttir og Björn Þorsteinsson nýtt rannsóknarverkefni í heimspeki, Líkamleg gagnrýnin hugsun, sem beitir þverfaglegum aðferðum til þess að breikka út sjónarsvið gagnrýnnar hugsunnar. Í lokinn munu þátttakendur taka þátt í pallborðsumræðum um gildi ný-efnishyggju.